Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigur hjá Samúel og Axel í fyrsta leik – Axel frá næsta mánuðinn

Samúel Kári og Axel Óskar byrjuðu báðir þegar Viking sigraði í fyrstu umferðinni í Noregi.

Axel Óskar varð fyrir meiðslum í dag. Mynd/Viking-fk.no

Íslendingaliðið Viking byrjaði nýja leiktíð í efstu deildinni í Noregi með 2-0 heimasigri á Kristiansund.

Samúel Kári Friðjónsson og Axel Óskar Andrésson byrjuðu báðir leikinn hjá Viking en Axel fór meiddur af velli eftir einungis 17. mínútur.

Viking skoraði sitt fyrra mark á 34. mínútu og það seinna í byrjun seinni hálfleiks, á þeirri 46. mínútu.

Axel Óskar, sem er 21 árs, var að leika sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við félagið í síðastliðnum desembermánuði. Hann var á láni hjá liðinu frá Reading á síðustu leiktíð þegar það komst upp úr B-deildinni.

Norski miðilinn Dagsavisen greinir frá því að Axel verði frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í dag. Mikil vonbrigði fyrir þennan unga og efnilega varnarmann.

Mynd af Axel eftir leikinn. Mynd/dagsavisen.no

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun