Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigur hjá Samúel en tap hjá Matthíasi

Samúel Kári lék allan tímann í sigri Viking í norsku úrvalsdeildinni á meðan Matthías Vilhjálmsson var í tapliði.

Mynd/bt.no

Samúel Kári Friðjónsson var á miðjunni hjá Viking og spilaði allan tímann í 0-2 útisigri á Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Viking skoraði snemma leiks, eða á 8. mínútu, og bætti öðru marki við í uppbótartíma í seinni hálfleiknum. 0-2 útisigur hjá Viking í dag.

Norska úrvalsdeildin fór aftur af stað um síðustu helgi og þetta var annar leikur Viking á leiktíðinni. Viking vann í síðustu viku 2-0 sigur á Kristiansund og liðið trónir því á toppi deildarinnar með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Axel Óskar Andrésson, sem leikur einnig með Viking, meiddist í síðasta leik og á sl. miðvikudag kom í ljós að hann muni ekki getað spilað meira á leiktíðinni.

Matthías Vilhjálmsson var einnig í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í dag þegar lið hans Valerenga fór í heimsókn til Kristiansund.

Matthías skoraði tvívegis fyrir Valerenga um síðustu helgi í 2-0 sigri gegn Mjøndalen.

Ekki var það sama upp á teningnum í dag því Valerenga tapaði 2-0 fyrir Kristiansund í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun