Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigr­ar hjá Start og Álasundi

Start og Álasund fögnuðu bæði sigr­um í norsku 1. deildinni í dag.

Mynd/FVN

Íslendingaliðin Start og Álasund unnu bæði leiki sína í norsku 1. deildinni í dag.

Start hrósaði sigri á útivelli gegn Ullensaker/Kisa, 2-0, og Álasund sigraði Nest Sotra, 2-0, á heimavelli sínum.

Aron Sigurðarson byrjaði hjá Start og lék allan leikinn og Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og lék síðustu tíu mínúturnar fyrir liðið.

Leikmaður Ullensaker/Kisa varð fyrir því óláni eftir rúmt korter að skora í eigið mark en rétt fyrir leikhléið náði Start að tvöfalda forystuna og þar við sat í markaskorun. Lokatölur 2-0 fyrir Start.

Kristján Flóki var að leika sinn síðasta leik fyrir Start því hann er nú á leið til KR.

Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliðinu hjá Álasundi í dag og léku allan leikinn gegn Nest Sotra. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Álasunds í dag.

Álasund vann leikinn 2-0 og bæði mörkin komu í síðari hálfleik, fyrra á 50. mínútu og það seinna í uppbótartíma.

Start situr í 3. sæti deildarinnar með 31 stig þegar deildin er hálfnuð eftir 15 umferðir og þá er Álasund í toppsæti deildarinnar með 38 stig.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord sem laut í lægra haldi fyrir Hamarkameratene, 1-0, í dag. Emil Pálsson er enn meiddur og spilaði ekki með Sandefjord í dag. Sandefjord er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasunds.

Í Svíþjóð fyrr í dag voru þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir í byrjunarliði Djurgården sem tapaði fyrir Eskilstuna, 3-0. Djurgården er í 9. sæti deildarinnar með 9 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun