Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Íslendingaliðin Rosengård og Djurgården unnu í dag bæði sína leiki í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. 

Glódís Perla spilaði í vörn Rosengård sem vann stórsigur. ÍV/Getty

Íslendingaliðin Rosengård og Djurgården unnu í dag bæði sína leiki í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.

Rosengård vann stórsigur á Örebro og Djurgården náði að sigra Kungsbacka 1-2 með sigurmarki rétt fyrir leikslok.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tímann í vörn Rosengård í leiknum í dag og lið hennar er nú með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki.

Hjá Djurgården var Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu og fyrir framan hana voru þær Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í vörninni. Djurgården skoraði snemma í leiknum og á 77. mínútu fékk liðið á sig jöfnunarmark en Olivia Schough skoraði sigurmark fyrir Djurgården þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun