Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sigr­ar hjá Íslend­ingaliðunum í Evrópudeildinni

Hjörtur og Arnór Ingvi voru báðir í sigurliðum í 1. um­ferð undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í kvöld.

ÍV/Getty

Brøndby, lið Hjartar Hermannssonar, og Malmö, lið Arnórs Ingva Traustasonar, unnu bæði góða sigra í 1. um­ferð undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í kvöld.

Hjörtur lék allan tímann í stöðu miðvarðar hjá Brøndby sem vann 4-1 sigur á In­ter Tur­ku frá Finn­landi í fyrri viður­eign liðanna í kvöld. Staðan í leikhléi var 1-1 en Brøndby-liðið endaði síðari hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. 4-1 sigur staðreynd hjá Brøndby sem tekur gott forskot í seinni leik liðanna.

Arnór Ingvi Traustason mátti sætta sig við að verma varamannabekkinn allan tímann hjá Malmö í kvöld þegar liðið rótburstaði norður-írska liðinu Ballymena United, 7-0, í fyrri viður­eign liðanna.

Þá var Hólmar Örn Eyjólfsson ekki í leikmannahópi Levski Sofia sem sigraði slóvenska liðið Ruzom­berok, 2-0, í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Hólm­ar Örn hefur ekki enn jafnað sig á kross­bands­slit­um en það styttist í endurkomu hjá kappanum.

Seinni viðureignir Íslendingaliðanna fara fram í næstu viku.

Uppfært, 20:40: 

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping þegar liðið vann 2-0 sigur gegn írska liðinu St. Patrick’s Athletic í fyrri viðureign liðanna í 1. um­ferð undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í kvöld.

Guðmundur lék fram að 75. mínútu, er hann var tekinn af velli. Seinni leikur liðanna fer fram að viku liðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun