Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Setti tvö og lagði upp eitt á þrem­ur mín­út­um – Myndband

Elías Már skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Excelsior síðasta föstudag.

Elías í leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson átti mjög góðan leik fyrir Excelsior í 4-1 útisigri liðsins gegn Helmond Sport í hollensku B-deildinni síðasta föstudag.

Elías Már gerði sér lítið fyrir og skoraði annað og þriðja mark Excelsior með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Mínútu eftir seinna markið lagði hann upp mark fyrir liðsfélaga sinn. Mörkin má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

Excelsior er í 7. sæti með 40 stig eftir 25 umferðir. Tvö efstu liðin fara upp um deild í vor en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um laust sæti. Elías Már hefur skorað tíu mörk á leiktíðinni og lagt upp fjögur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið