Fylgstu með okkur:

Fréttir

Selma Líf til Na­poli

Selma Líf er geng­in til liðs við ít­alska knatt­spyrnu­liðið Napoli.

Selma er hér til vinstri. Mynd/napolifemminile.it

Markvörðurinn Selma Líf Hlífarsdóttir er geng­in til liðs við ít­alska knatt­spyrnu­liðið Napoli og mun leika með því næstu fjóra mánuðina. Fótbolti.net greindi frá.

Selma, sem er 22 ára gömul, var síðast hjá Hauk­um en lék áður með Aft­ur­eld­ingu/​Fram og Breiðabliki. Hún á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Eftir 13 umferðir af 22 er Na­poli með tveggja stiga for­skot á toppi ít­ölsku B-deild­ar­inn­ar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í ítölsku A-deildinni fyrir næstu leiktíð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir