Fylgstu með okkur:

Fréttir

Segir tilboðin frá Noregi í langflestum tilfellum niðrandi

Kristinn Kjærnested, fráfarandi formaður KR, segir að tilboð frá norskum félögum séu í langflestum tilfellum niðrandi.

Kristinn Kjærnested (til vinstri) ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, sem var á sínum tíma seldur til Noregs. Mynd/KR

Kristinn Kjærnested mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að hafa verið í stjórn félagsins síðan 1999 og formaður síðan 2008.

Kristinn var tekinn í áhugavert viðtal í Útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hann ræddi m.a. um samskipti sín við félög frá Noregi í gegnum tíðina.

Þar sagði hann að norsku félögin hafi oft reynt að fá íslenska leikmenn á sérstöku afsláttarverði.

„Því miður er það þannig. Ég hef ekkert verið hræddur við að segja það. Einn umboðsmaður hringdi í mig einu sinni og hundskammaði mig fyrir að vera að tjá mig um þetta og tala niðrandi til Norðmannana,“ sagði Kristinn.

„Tilboð þeirra eru í langflestum tilfellum niðrandi. Það truflar mig ekki neitt að segja það. Svo selja Norðmennirnir sjálfir þessa leikmenn á allt aðrar upphæðir.“

„Ég er allavega ekkert að fara í frí til Noregs allavega, þeir fara oftar í taugarnar á mér en ekki.“

Viðtalið í heild sinni má hlusta með því að smella hér.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir