Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara skoraði í Íslend­inga­slag

Sara Björk skoraði eitt mark í sigri Wolfsburg í þýsku Bundesligunni í dag.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og sam­herj­ar henn­ar í Wolfsburg höfðu bet­ur gegn Söndru Maríu Jessen og Bayer Leverkusen á útivelli í þýsku Bundesligunni í dag, 0-5.

Wolfsburg var með yfirhöndina nánast allan tímann í dag, en staðan í leikhléi var 0-3 fyrir Wolfsburg. Sara Björk, sem spilaði allan leikinn á miðjunni, skoraði annað mark liðsins á 20. mínútu leiksins.

Wolfsburg skoraði tvö mörk á stuttum kalfa í seinni hálfleik, á 54. mínútu og á 61. mínútu. Þar við sat og lokatölur urðu 0-5 fyrir Wolfsburg.

Wolfsburg trónir nú á toppi Bundesligunnar eftir sigur í dag en Bayern Munchen getur jafnað liðið á stigum með sigri í dag. Ef Bayern Munchen sigrar í dag þá verða bæði lið með 47 stig en Wolfsburg verður með töluvert betri markatölu.

Sandra María lék fyrstu 74. mínúturnar fyrir Bayer Leverkusen í dag. Hún gekk í raðir félagsins í janúarmánuði á þessu ári en þar áður hafði hún leikið með Þór/KA, þar sem hún gerði 85 mörk í 140 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun