Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara meidd en Wolfsburg áfram á toppn­um

Sara Björk var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Wolfsburg hafði betur gegn Hoffenheim.

Mynd/sportbuzzer.de

Wolfsburg er áfram í toppsæti þýsku Bundesligunnar eftir 5-2 útisigur á Hoffenheim í gærkvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir var hins veg­ar fjarri góðu gamni vegna meiðsla og lék ekki með Wolfsburg.

Sara Björk glímir þessa stundina við hnémeiðsli en er á fínum batavegi og er við það að kom­ast á fulla ferð á æfingum með liði sínu.

Með sigrinum náði Wolfsburg sex stiga forskoti á toppi þýsku Bundesligunnar en Hoffenheim er í sætinu fyrir neðan. Wolfsburg er ríkjandi meistari í deildinni og liðið er því á góðri leið með að endurtaka leikinn þegar leiknar hafa verið 14 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun