Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara með mark í stórsigri Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka Wolfsburg þegar liðið vann stór­sig­ur í dag.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir átti góðan leik og skoraði eitt marka Wolfsburg þegar lið hennar vann stór­sig­ur á Sand, 7-0, í þýsku Bundesligunni í dag.

Yfirburðir Wolfsburg voru mjög miklir í leiknum en liðið fór með alls fimm marka forystu inn í leikhléið. Í seinni hálfleik skoraði Wolfsburg tvö mörk og Sara Björk skoraði það síðasta í leiknum með góðu skoti upp í efra hornið. Þetta var þriðja mark hennar í deildinni á leiktíðinni.

Með sigr­in­um styrkti Wolfs­burg heldur betur stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið er nú með sjö stiga for­skot á Bayern München eftir tuttugu leiki. Wolfsburg á tvo leiki eftir en Bayern München á þrjá eftir.

Jöfnunarmark hjá Söndru Maríu og stöllum

Sandra María Jessen og stöllur hennar í Bayer Leverkusen nældu sér í eitt stig eftir jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Potsdam í þýsku Bundesliguinni í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og Sandra lék allan tímann. Bayer Leverkusen er fallsæti í deildinni en hefur enn möguleika á að bjarga sæti sínu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun