Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sara Björk yf­ir­gef­ur Wolfsburg – Orðuð við Barcelona

Sara Björk fram­leng­ir ekki samn­ing sinn við Wolfsburg og mun yfirgefa liðið í sumar. Hún er orðuð við Spánarmeistara Barcelona.

Mynd/sportbuzzer.de

Íþróttastjóri Wolfsburg, Ralf Kell­er­mann, staðfesti í samtali við þýska vefmiðilinn Sportbuzzer í dag að Sara Björk Gunnarsdóttir sé á förum frá liðinu.

Núverandi samningur Söru rennur út í sumar og fram kemur að hún hafi ekki áhuga á að endurnýja samning sinn.

Sara hefur verið lykilleikmaður í liði Wolfsburg síðan hún gekk í raðir liðsins árið 2016. Hún hefur orðið þýskur meistari þrívegis og jafnoft unnið þýsku bikarkeppnina. Þá komst hún með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018.

„Við erum leið yfir því að Sara sé á förum frá liðinu en við höfum búist við því síðustu vikurnar,“ sagði Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg.

Óvíst er hvar Sara mun leika á næstu leiktíð en það er ljóst að mörg lið vilja fá hana til liðs við sig. Spán­ar­meist­ar­ar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á Söru, sömuleiðis Evrópumeistarar Lyon á Frakklandi og lið í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt frétt Sportbuzzer.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir