Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sara Björk varð þriðja í kjöri á íþrótta­manni árs­ins

Sara Björk varð þriðja í kjöri á íþrótta­manni árs­ins hjá Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna.

Mynd/sportbuzzer.de

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir varð þriðja í kjöri á íþrótta­manni árs­ins hjá Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna sem lýst var á hófi í Hörpu í kvöld.

Sara Björk fékk 46 stigum færra en körfuboltakappinn Martin Hermansson sem varð annar í kjörinu. Kraft­lyft­ingamaður­inn Júlí­an Jó­hann Karl Jó­hanns­son varð hlutskarpastur í kjörinu, með 378 stig, 43 stigum meira en Martin. 433.is birti í kvöld lista sem sýnir hvaða íþróttamenn fengu stig og hversu mörg þau voru.

Sara Björk var mikilvægur hlekkur hjá bæði Wolfsburg og íslenska landsliðinu á árinu. Hún vann bæði deildina og bikarkeppnina með Wolfsburg á síðustu leiktíð, þriðja árið í röð. Á yfirstandandi tímabili hefur liðið ekki enn tapað leik og trónir á toppi deildarinnar, með þriggja stiga forskot á næsta lið.

Glódís Perla Viggósdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson voru ásamt Söru á meðal tíu efstu í kjörinu. Glódís fékk 61 stig og Gylfi Þór fékk 53.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir