Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara Björk skoraði tví­veg­is fyrir Wolfsburg

Sara Björk skoraði tví­veg­is í sigri Wolfsburg í dag.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Wolfsburg þegar liðið lagði Potsdam að velli, 3-0, á útivelli í þýsku Bundesligunni í dag.

Sara Björk, sem lék allan leikinn, skoraði fyrra mark sitt strax á þriðju mínútu og Wolfsburg hafði 1-0 forystu í hálfleik.

Á 75. mínútu skoraði Ewa Pajor annað mark Wolfsburg áður en Sara Björk innsiglaði sigur Wolfsburg með sínu öðru marki í uppbótartíma síðari hálfleiks. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Wolfsburg.

Eftir fjóra leiki í deildinni hefur Wolfsburg fullt hús stiga á toppi deildarinnar með 12 stig.

Rúrik Gíslason lék þá fyrri hálfleikinn fyrir Sandhausen sem gerði 1-1 jafntefli við Bochum á heimavelli í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik var skipt af velli í leikhléinu þegar staðan var markalaus en heimamenn í Sandhausen lentu undir á 57. mínútu en náðu að jafna metin á 88. mínútu. Lokatölur 1-1.

Sandhausen er í 6. sæti deildarinnar eftir 7 leiki með 11 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun