Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sara Björk mætir Glasgow City

Sara Björk og stöllur í Wolfsburg dróg­ust í dag gegn Glasgow City í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu.

Mynd/Wolfsburg

Fyrr í dag var dregið í átta liða úr­slit og undanúr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu kvenna.

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og stöllur henn­ar í þýska liðinu Wolfsburg dróg­ust gegn Glasgow City frá Skotlandi í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Leik­ir liðanna fara fram í lok mars og í byrjun apríl á næsta ári.

Ef Wolfsburg hefur betur í einvíginu mætið liðið annað hvort Atletico Madrid eða Barcelona í undanúrslitunum.

Átta liða úrslit
Atlético Madrid – Barcelona
Lyon – Bayern Munchen
Glasgow City – Wolfsburg
Arsenal – PSG

Undanúrslit
Arsenal/PSG – Lyon/Bayern
Glasgow/Wolfsburg – Atlético Madrid/Barcelona

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir