Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara Björk kom­in í bikar­úr­slit

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og sam­herj­ar henn­ar í Wolfs­burg munu leika til úrslita í þýsku bikarkeppninni.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og stöllur henn­ar í Wolfs­burg tryggðu sér sæti í úr­slita­leik þýsku bik­ar­keppn­inn­ar með 0-4 útisigri gegn Bayern Munich í dag.

Sara byrjaði leikinn og spilaði allan tímann á miðjunni hjá Wolfs­burg. Hún fékk að líta gult spjald á 72. mínútu leiksins.

Danska landsliðskonan Pernille Harder sá um að gera tvö mörk fyrir Wolfsburg í dag og þær Carol­ine Han­sen og Ewa Parlor voru einnig á skotskónum fyrir liðið.

Sara og samherjar hennar í Wolfsburg munu í úrslitum mæta Freiburg, sem hafði betur í hinum undanúrslitaleiknum í dag gegn Hoffenheim, 2-0.

Bayern Munich-liðið er í harðri baráttu við Wolfsburg í Bundesligunni en liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Bæði lið eru með 44 stig þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun