Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara Björk í undanúrslit

Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar áfram í undanúrslit þýska bikarsins eftir sigur í kvöld.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og stöll­ur henn­ar í þýska liðinu Wolfsburg eru komnar áfram í undanúrslit þýska bikarsins eftir 4-0 sigur á Potsdam í kvöld.

Dregið verður á morgun hvaða lið mætir Wolfsburg í undanúrslitunum. Þau lið sem eru einnig komin áfram eru Hoffenheim, Bayern Munich og SC Freiburg.

Wolfsburg kom sér í góða stöðu á stuttum kafla í fyrri hálfleik þegar liðið skoraði tvö mörk á 20. mínútu leiksins og aftur aðeins sex mínútum síðar. Alexandra Popp, liðsfélagi Söru, sá um að gera bæði þessi mörk.

Wolfsburg skoraði sitt þriðja mark snemma í síðari hálfleik, á 48. mínútu, og innsiglaði að lokum sigurinn með fjórða markinu á 75. mínútu. Þar við sat í markaskorun í leiknum og lokaniðurstaða 4-0 sigur hjá Söru og stöllum hennar í Wolfsburg.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun