Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sara Björk fær­ist nær titl­in­um

Sara Björk og liðsfélagar henn­ar í Wolfs­burg unnu 5-0 stórsigur í Þýskalandi í dag.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og liðsfélagar henn­ar í Wolfs­burg eru skrefi nær meist­ara­titl­in­um eft­ir 5-0 stórsig­ur gegn Duisburg í þýsku Bundesligunni í dag.

Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfs­burg í dag.

Wolfsburg gerði tvö mörk með stuttu millibili eftir rúmt korter. Þriðja mark liðsins kom snemma í seinni hálfleik og síðustu tvö mörkin komu á síðustu tuttugu mínútunum. 5-0 sigur staðreynd hjá Wolfsburg.

Með sigr­in­um náði Wolfs­burg fjögurra stiga for­skoti á Bayern München eftir nítján leiki, en bæði lið eiga þrjá leiki eftir í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun