Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sara Björk bikar­meist­ari með Wolfsburg

Sara Björk varð í dag þýsk­ur bikar­meist­ari með Wolfsburg í þriðja skiptið í röð.

Mynd/sportbuzzer.de

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir varð í dag þýsk­ur bikar­meist­ari í þriðja skiptið í röð eft­ir 1-0 sigur Wolfsburg á Freiburg í úrslitum þýsku bikarkeppninnar, að viðstöddum fjórtán þúsund áhorfendum.

Eina mark leiksins kom eftir 55. mínútna leik og þar var á ferðinni Ewa Pajor. Sara Björk lék allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg í dag.

Það bendir allt til þess að Wolfsburg vinni tvöfalt í ár en Sara Björk og stöllur eru hársbreidd frá því að vinna þýsku Bundesliguna þegar liðið á aðeins tvo leiki eftir í deildinni. Liðið er með sjö stiga for­skot á Bayern München, sem á þrjá leiki eftir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir