Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandra og Sara í sig­urliðum

Sandra María og Sara Björk voru báðar í sig­urliðum í þýsku Bundesligunni.

Sandra María. ÍV/Getty

Sandra María Jessen og stöllur hennar í Bayer Leverkusen unnu 2-1 sigur á liði Bayern München á útivelli í þýsku Bundesligunni í dag.

Henriette Cs­isz­ar skoraði fyrra mark Bayer Leverkusen eftir rúmlega hálftíma leik áður en Kathrin-Julia Hendrich jafnaði metin fyrir Bayern München á 41. mínútu. Rétt fyrir hálfleikinn skoraði Milena Nikolic fyrir Leverkusen og það mark reyndist vera sigurmark liðsins.

Sandra María hóf leikinn á varamannabekknum hjá Leverkusen en kom inn á eftir 70. mínútna leik.

Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir einnig í sigurliði í Þýskalandi í dag er lið hennar Wolfsburg vann 3-0 sigur gegn Hoffenheim á heimavelli í sömu deild.

Sara Björk kom einnig inn af bekknum en hún lék síðustu 12 mínúturnar með Wolfsburg í leiknum. Pernille Har­der skoraði tvö mörk fyrir liðið og Ewa Pajor gerði eitt.

Wolfs­burg trónir á toppi deild­ar­inn­ar með fullt hús stiga, 9 stig, eft­ir fyrstu þrjá leikina á meðan Le­verku­sen er í 7. sætinu með 6 stig.

Þá kom Rakel Hönnudóttir inn á sem varamaður á 79. mínútu fyrir Rea­ding sem þurfti að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Reading er með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun