Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandra María tryggði Bayer Leverkusen sigur

Sandra María var hetja Bayer Leverkusen þegar hún skoraði sig­ur­mark liðsins í dag.

ÍV/Getty

Sandra María Jessen var hetja Bayer Leverkusen í dag þegar hún tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar.

Bayer Leverkusen fór í heimsókn til Frankfurt og hafði betur, 1-0, þar sem Sandra María skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Bayer Leverkusen er þar með komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Sara Björk fór áfram

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Wolfsburg eru komnar áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 3-1 útisigur á Bayern München.

Ewa Pajor var tvívegis á skotskónum fyrir Wolfsburg í leiknum en hún kom Wolfsburg yfir á 21. mínútu leiksins áður en Bayern München jafnaði rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var því 1-1.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Dominque Bloodworth Janssen fyrir Wolfsburg og kom liðinu aftur yfir, 2-1, en Ewa Pajor innsiglaði síðan sigur liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur urðu 3-1, Wolfsburg í vil.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun