Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandra María skoraði jöfnunarmark Leverkusen

Sandra María skoraði í dag fyrir lið sitt Bayer Leverkusen.

ÍV/Getty

Sandra María Jessen var á skotskónum með liði sínu Bayer Leverkusen sem gerði 1-1 jafntefli við Sand í þýsku Bundesligunni í dag.

Sandra, sem er 24 ára, byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. Sand komst yfir í seinni hálfleik á 52. mínútu og Sandra María skoraði síðan jöfnunarmarkið á 84. mínútu leiksins.

Sandra gekk í raðir Bayer Leverkusen í janúarmánuði á þessu ári. Þar áður hafði hún leikið með Þór/KA, þar sem hún gerði 85 mörk í 140 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun