Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandra María á skot­skón­um í bik­arn­um

Sandra María skoraði í sigri Bayer Leverkusen í þýsku bikarkeppninni í dag.

ÍV/Getty

Sandra María Jessen skoraði í dag fyrra mark Bayer Leverkusen þegar liðið lagði Bourssia Mönchengladbach að velli, 2-1, á útivelli og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar.

Mönchengladbach komst í forystu á 13. mínútu leiksins en Sandra María jafnaði metin fyrir Bayer Leverkusen rétt fyrir leikhléið.

Milena Nikolic skoraði síðan sigurmark Leverkusen í uppbótartíma síðari hálfleiks. Lokatölur 2-1, Leverkusen í vil.

Sandra María var að skora sitt annað mark fyrir Leverkusen síðan hún gekk í raðir liðsins í janúar en hún skoraði eitt mark í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð.

Sandra María hefur komið við sögu í báðum leikjum Leverkusen það sem af er leiktíðinni í þýsku Bundesligunni en liðið er þar í 7. sæti og með 3 stig.

Sandra María lék áður með Leverkusen leiktíðina 2015-16.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun