Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandefjord upp um deild

Viðar Ari, Emil og samherjar þeirra hjá Sandefjord tryggðu sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Sandefjord

Viðar Ari Jónsson, Emil Pálsson og samherjar þeirra hjá Sandefjord tryggðu sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni með því að sigra Jerv, 1-0, í næstsíðustu umferð norsku 1. deildarinnar.

Viðar Ari lék allan leikinn fyrir Sandefjord á meðan Emil spilaði fyrstu 86 mínúturnar fyrir liðið. Eina mark leiksins skoraði Rufo Herraiz eftir undirbúning frá Viðari Ara.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Emils á leiktíðinni en hann var frá keppni stærstan hluta tímabilsins vegna meiðsla. Viðar Ari hef­ur spilað 24 af 29 leikj­um liðsins í deild­inni.

Sandefjord hef­ur þá leikið fjórtán leiki í röð án þess að tapa leik og aðeins tapað ein­um af síðustu nítján. Liðið er öruggt með annað sæti deildarinnar og hefur 65 stig fyrir lokaumferðina.

Íslendingaliðið Álasund vann 1-0 sigur gegn Nest-Sotra. Davíð Kristján Ólafs­son og Daní­el Leó Grét­ars­son léku allan tímann með Álasundi og Hólm­bert Aron Friðjóns­son kom inn á sem varamaður á lokakafla leiksins. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópi Álasundar.

Álasund hef­ur þegar tryggt sér sæti í efstu deild og er í efsta sæti deildarinnar með 76 stig.

Þá lék Aron Sig­urðsson allan leikinn fyrir Start þegar liðið lagði Ull Kisa, 2-1. Start, sem er í 3. sæti með 57 stig, kemur til með að leika í um­spili um þriðja og síðasta lausa sætið í efstu deild að ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun