Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sandefjord stigi frá efstu deild – Guðmundur í sigurliði

Íslendingaliðið Sandefjord er einu stigi frá því að gull­tryggja sér sæti í efstu deild Noregs.

Mynd/Sandefjord

Íslendingaliðið Sandefjord er einu stigi frá því að vinna sér aft­ur sæti í efstu deild Noregs eftir 2-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni í dag.

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson leika fyrir Sandefjord og spiluðu báðir með liðinu í dag. Viðar Ari lék allan leikinn og Emil kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins.

Sand­efjord er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, sex stigum meira en Start þegar tveimur umferðum er ólokið. Álasund hef­ur þegar tryggt sér sæti í efstu deild og hefur 73 stig. Liðin sem enda í 3.-6. sæti leika í um­spili um þriðja og síðasta lausa sætið í efstu deild að ári.

Sandefjord hef­ur þá leikið þrettán leiki í röð án þess að tapa leik og aðeins tapað ein­um af síðustu átján. Liðið fær tæki­færi á heima­velli til að gull­tryggja sætið meðal þeirra bestu þegar það fær Jerv í heimsókn um næstu helgi.

Guðmundur lék í sigri Norrköping

Guðmundur Þórarinsson lék all­an tím­ann fyrir Norr­köp­ing þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni.

Norr­köp­ing hef­ur leikið nokkuð vel á leiktíðinni en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 54 stig, fimm stigum á eftir AIK, sem er enn í toppbaráttu þegar liðið á tvo leiki eftir í deildinni. Norr­köp­ing á aðeins einn leik eftir.

Grátlegt tap Brage

Bjarni Mark Antonsson lék í afar svekkjandi tapi Brage gegn Halmstad, 3-2.

Bjarni lék allan leikinn á miðjunni hjá Brage, sem byrjaði leikinn af krafti þegar það skoraði tvö mörk með tveggja mínútna um miðbik fyrri hálfleiks en Halmstad skoraði tvívegis nokkru síðar og staðan var 2-2 í hálfleik.

Allt virtist stefna í jafntefli en Halmstad skoraði sigurmark á síðustu mínútu leiksins og hirti því öll stigin þrjú.

Brage tapaði þar með dýrmætu stigi í toppbaráttunni og er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í sænsku úrvalsdeildina á meðan liðið í þriðja sæti fer í um­spil. Brage á aðeins einn leik eftir en Varbergs BoIS og Mjällby, sem eru í efstu tveimur sætunum, eiga bæði tvo leiki eftir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun