Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Samúel skoraði laglegt mark fyrir Viking

Samúel Kári skoraði laglegt mark fyrir Viking í Noregi í dag.

Mynd/aftenbladet

Samúel Kári Friðjónsson skoraði í 2-1 sigri Viking á Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Samúel Kári hóf leikinn á varamannabekknum en kom inná á 10. mínútu leiksins og lék til leiksloka. Það tók hann ekki nema 16 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Markið var afar laglegt en Samúel lét vaða með skoti fyrir utan teig af 18 metra færi og boltinn söng síðan í netinu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Viking tvöfaldaði forystuna undir lok leiks og Tromsø tókst að minnka muninn niður í eitt mark í uppbótartímanum. Lokatölur 2-1 fyrir Viking, sem er í 5. sæti deildarinnar og með 40 stig.

Arnór Smárason var ekki leikmannahópi Lillestrøm sem gerði 1-1 jafntefli við Strømsgodset. Lillestrøm er í 11. sæti deildarinnar með 28 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun