Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Samúel skoraði glæsimark og var val­inn maður leiks­ins

Samúel Kári skoraði glæsimark fyrir Viking í gær og var í kjölfarið út­nefnd­ur maður leiks­ins hjá norska rík­is­sjón­varpinu.

Mynd/Viking

Samúel Kári Friðjónsson var út­nefnd­ur maður leiks­ins hjá norska rík­is­sjón­varpinu, NRK, fyrir frammistöðu sína með Viking sem gerði 1-1 jafntefli við Mjønda­len á úti­velli í norsku úr­vals­deild­inni í gær.

Samúel Kári átti frábæra skottilraun af 20 metra færi sem fór í þverslána og inn. Frábært mark hjá Keflvíkingnum í gær sem lék allan leikinn á miðjunni.

NRK gefur þremur leikmönnum stjörnur fyrir framlag sitt í leiknum, en mest var hægt að fá þrjár stjörnur. Samúel Kári fékk þrjár stjörnur að mati NRK og var því valinn maður leiksins.

Viking er sem stendur í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig. Mjøndalen er í 13. sæti með 12 stig.

Heimild: mbl.is

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið