Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Samúel og félagar töpuðu fyrsta leiknum sínum

Mynd/Dagsavisen

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í norska liðinu Viking töpuðu 1-0 á útivelli á móti Odds Ballklubb í 4. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Samúel Kári spilaði fyrstu 85. mínúturnar á miðjunni hjá Viking sem hafði unnið fyrstu þrjá leikina á leiktíðinni.

Odds Ballklubb skoraði skallamark af stuttu færi á 54. mínútu og það reyndist eina mark leiksins.

Axel Óskar Andrésson er einnig á mála hjá Viking en hann glímir við alvarleg hnémeiðsli sem heldur honum frá keppni út leiktíðina. Hann varð fyrir meiðslunum í fyrsta leiknum á leiktíðinni.

Viking er með níu stig í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinanr deildarinnar.

Árni Vill spilaði í jafntefli í Úkraínu

Árni Vilhjálmsson spilaði næstum allan leikinn þegar lið hans Chornomorets Odessa gerði markalaust jafntefli gegn Karpaty í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Chornomorets Odessa, lið Árna, var í dag að spila sinn þriðja leik í fallriðlinum og er í næstneðsta sæti með 18 stig. Liðið á hættu að falla niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun