Fylgstu með okkur:

Fréttir

Samúel keypt­ur á rúm­lega 70 millj­ón­ir

Paderborn borgaði Vålerenga um 70 milljónir íslenskra króna fyrir Samúel Kára Friðjónsson.

Mynd/Paderborn

Þýska liðið Paderborn festi um síðustu helgi kaup á landsliðsmanninum Samúel Kára Friðjónssyni sem kemur til liðsins frá Vålerenga í Noregi.

Samúel Kári var kynntur til leiks hjá Paderborn síðasta laugardag og skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning við liðið, eða til sumarsins 2022. Paderborn er nýliði í þýsku Bundesligunni og situr þessa stundina í neðsta sæti deildarinnar.

Paderborn greiðir Vålerenga um 500 þúsund evrur, sem jafngildir um 69 milljónum íslenskra króna, fyrir Samúel Kára, en þetta kom fram á vefút­gáfu þýska dagblaðsins Neue Westfälische í gær.

Samúel Kári lék á síðustu leiktíð með Viking í norsku úrvalsdeildinni að láni frá Vål­erenga. Samúel átti góða leiktíð með Viking sem vann meðal annars norsku bikarkeppnina og endaði í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Samúel Kári er upp­al­inn hjá Keflavík og var í röðum liðsins þar til að hann fór í at­vinnu­mennsku til Reading á Englandi árið 2013, aðeins 17 ára gamall.

Keflavík á rétt á að fá í sinn vasa 5% af kaup­verðinu, samkvæmt regl­um FIFA hvað varðar upp­eld­is­bæt­ur. Keflavík mun því með sölunni hagnast um 3,5 milljónir íslenskra króna, en Reading á einnig von á upp­eld­is­bót­um.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir