Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Samúel Kári skoraði tvö mörk í sigri Viking

Samúel Kári skoraði í dag sín fyrstu mörk fyr­ir Viking í Noregi.

Samúel Kári Friðjónsson skoraði tvö marka Viking í dag þegar lið hans sigraði Hinna FK 4-1 á útivelli í norsku bikarkeppninni.

Samúel Kári skoraði fyrsta mark Viking á 19. mínútu leiksins og þriðja mark liðsins rétt fyrir leikhlé. Zlakto Tripic skoraði hin tvö mörkin fyrir Viking.

Viking leikur því í þriðju umferð norsku bikarkeppninnar, í 32-liða úrslitum.

Samúel Kári var þar með að skora sín fyrstu mörk fyrir Viking í Noregi en hann er á lánssamningu hjá liðinu út leiktíðina frá Vålerenga.

Viking hefur leikið níu leiki í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og Samúel Kári hefur spilað í þeim öllum. Liðið er þar um miðja deild, í 7. sæti, með 14 stig.

Samúel á að baki 7 A-landsleiki fyrir Ísland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun