Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Samúel Kári lagði upp mark í sigri

Samúel Kári lagði upp fyrsta mark Viking þegar liðið hafði betur gegn Lillestrøm í Íslendingaslag.

Mynd/Viking

Samúel Kári Friðjónsson lagði upp fyrsta mark norska liðsins Viking sem sigraði Lillestrøm nokkuð örugglega, 3-0, í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Samúel Kári lék allan leikinn á miðjunni hjá Viking og Arnór Smárason kom inn á sem varamaður hjá Lillestrøm í hálfleik og spilaði allan síðari hálfleikinn.

Þegar þremur umferðum er ólokið í deildinni er Viking í 5. sæti með 43 stig. Lillestrøm er í hins vegar í 11. sætinu með 29 stig og er í hættu á að falla niður um deild en liðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan umspilssæti um að forðast fall niður í norsku 1. deildina.

Oliver Sigurjónsson var þá allan tímann á varamannabekk Bodø/Glimt er liðið gerði 2-2 jafntefli við Haugesund. Bodø/Glimt er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, sex stigum á eftir toppliði Molde.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun