Fylgstu með okkur:

Fréttir

Samúel Kári keypt­ur til Paderborn

Samúel Kári er genginn í raðir þýska liðsins Paderborn og skrifar hann undir tveggja og hálfs árs samning við liðið.

Mynd/Paderborn

Samúel Kári Friðjónsson er orðinn leikmaður þýska liðsins Paderborn sem kaupir hann af norska liðinu Vålerenga, en hann var kynntur til leiks hjá þýska liðinu í morgun.

Samúel Kári hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Paderborn, eða til sumarsins 2022.

Samúel Kári er 23 ára gam­all miðjumaður og lék fyrst með Keflavík en síðan með Reading, Vålerenga og síðast Vik­ing Stavan­ger í Nor­egi þar sem hann var á lánssamningi.

Paderborn er nýliði í þýsku Bundesligunni og situr í neðsta sæti deildarinnar um þessar mundir, fimm stig­um frá því að kom­ast úr fallsæti.

Fyrsti leik­ur Samúels gæti orðið strax á morgun þegar Paderborn tekur á móti Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir