Fylgstu með okkur:

Fréttir

Sam­komu­lag ná­ðist um riftun á samningi Kolbeins

Franska félagið Nantes og Kolbeinn Sigþórsson hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi hans við félagið.

Kolbeinn í leik með Nantes árið 2016. ÍV/Getty

Franska félagið Nantes og Kolbeinn Sigþórsson hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi hans við félagið. Þar með lýkur fjögurra ára dvöl hans hjá félaginu.

Félagið sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í dag í tengslum við þetta og þar er honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Kolbeinn, sem verður 29 ára í næstu viku, var keyptur til Nantes sumarið 2015 frá Ajax fyrir rúmar 3,5 milljónir evra.

Kolbeinn lék 29 leiki á sínu fyrsta tímabili með Nantes og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk. Eftir það tímabil lék hann einungis fjóra leiki fyrir félagið.

Í lok félagsskiptagluggans haustið 2016 var Kolbeinn lánaður til tyrkneska félagsins Galatasaray með möguleika á endanlegum kaupum. Kolbeinn náði hins vegar ekki leika fyrir Galatasaray því hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum með íslenska landsliðinu nokkrum dögum eftir að hann gekk í raðir félagsins.

Kolbeinn fór í tvær aðgerðir í kjölfarið á hnjámeiðslunum. Fyrst fór hann í aðgerð í Tyrklandi í september 2016 og svo aftur sumarið 2017, en sú aðgerð var framkvæmd í Svíþjóð af íslenska lækninum Jóni Karlssyni.

Í desember árið 2017 hóf Kolbeinn endurhæfingu í Katar og stefnt var á endurkomu tveimur mánuðum síðar, eða í febrúar árið 2018.

Kolbeini stóð til boða að ganga til liðs við sænska félagið IFK Göteborg í janúar á síðasti ári, en hann vildi forðast það sem mest að spila á gervigrasvöllum.

Í þarsíðasta mánuði var sagt að Kolbeinn væri á leið til Vancouver Sun í MLS-deildinni á lánssamningi en ekkert varð úr því.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir