Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Sam­herji Arons gerði þrennu

Martin Ramsland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Start.

Ramsland númer 9 og Aron (fyrir miðju) Mynd/Start

Martin Ramsland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Start sem vann 3-2 sigur á Sandnes Ulf í norsku 1. deildinni fyrr í dag. Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start og lék allan leikinn.

Sandnes Ulf skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum en Ramsland jafnaði metin fyrir Start á 50. mínútu. Aðeins níu mínútum síðar bætti hann við öðru markinu og í uppbótartíma síðari hálfleiks fullkomnaði hann þrennu sína áður en Sandnes náði að klóra í bakkann. Lokatölur 3-2 fyrir Start.

Er þetta fyrsta þrenna Ramsland á leikmannaferlinum en hann er fæddur sama ár og Aron, árið 1993.

Úrslitin þýða að Start er komið upp í annað sæti deildarinnar og hefur nú 52 stig, tveimur stigum meira en Sandefjord sem á þó leik til góða, en Álasund er á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot á Start.

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn fyrir Kvik Halden þegar liðið vann 2-1 sigur á Levanger í norsku 2. deildinni. Með sigirnum skaust Halden upp í toppsætið en Stjordals Blink, sem er í öðru sæti, á leik til góða. 

Elías Rafn Ólafsson hélt markinu hreinu fyrir Aarhus Fremad sem gerði markalaust jafntefli við Thisted í dönsku 2. deildinni. Fremad er í toppsætinu með 23 stig.

Þá var Ingvar Jónsson á varamannabekknum hjá Viborg sem tapaði 2-1 fyir Kolding í dönsku 1. deildinni. Viborg er í öðru sæti með 19 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun