Fylgstu með okkur:

Fréttir

Safnaði 1,6 milljónum króna fyr­ir SOS-barnaþorp­in

Rúrik safnaði 1,6 milljónum króna fyrir SOS-barnaþorp­in. Upphæðin er ágóði af sölu á SOS-bolnum sem hannaður var í samstarfi við Rúrik.

Mynd/66north.com

Rúrik Gíslason, atvinnumaður í knattspyrnu, safnaði 1,6 milljónum króna fyrir SOS-barnaþorp­in á Íslandi. Upphæðin er ágóði af sölu á SOS-bolnum sem hannaður var í samstarfi við Rúrik. Þetta kemur fram á vef SOS Barnaþorpa.

Bolurinn var seldur í verslunum 66°Norður í desembermánuði síðastliðnum og var hannaður af 66°Norður í sam­starfi við Rúrik, sem er velgjörðarsendiherra SOS-barnaþorp­anna.

„Það var ánægjulegt að geta lagt eitthvað að mörkum og frábært að bolurinn seldist upp hratt. Það var virkilega gefandi að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Rúrik sem hefur verið velgjörðarsendiherra hjá SOS á Íslandi frá árinu 2018.

„Langar að þakka kærlega fyrir meiriháttar viðbrögð við bolnum sem seldur var til styrktar SOS-barnaþorp­anna fyrir jól. Bolurinn seldist upp og ágóðinn mun koma sér virkilega vel,“ sagði Rúrik ennfremur á Instagram-síðu sinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir