Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik úr leik í bik­arn­um

Rúrik og samherjar hans í Sandhausen eru úr leik í þýsku bik­ar­keppn­inni eft­ir tap í kvöld.

ÍV/Getty

Rúrik Gíslason og lið hans Sandhausen er úr leik í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar eftir tap fyrir Borussia M’Gladbach, 1-0, í kvöld.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen í leiknum og spilaði allan tímann. Sandhausen spilar í þýsku B-deildinni á meðan M’Gladbach er í þýsku Bundesligunni, efstu deildinni í Þýskalandi.

Marcus Thuram skoraði fyrir M’Gladbach á 18. mínútu og reyndist það sigurmarkið í leiknum. M’Gladbach er því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en Rúrik og félagar í Sandhausen fara ekki lengra að þessu sinni.

Sandhausen hefur leikið tvo leiki í þýsku B-deildinni á leiktíðinni og hefur aðeins náð í eitt stig eins og sakir standa en liðið spilar næst heimaleik við Nurnberg í deildinni að viku liðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun