Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik tapaði fyr­ir nýliðunum

Rúrik og samherjar hans í Sandhausen máttu þola tap í Þýskalandi í kvöld.

Rúrik í leiknum í kvöld. Mynd/kurier.de

Rúrik Gíslason og samherjar hans í þýska liðinu Sandhausen máttu þola 1-0 tap á heimavelli sínum gegn nýliðum Osnabrück í 2. umferð þýsku B-deildarinnar í kvöld.

Rúrik lék allan leikinn í fremstu víglínu Sandhausen, en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Marcos Alvarez skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Osnabrück rúmum tíu mínútum fyrir leikslok og reyndist það eina mark leiksins.

Rúrik og félagar í Sandhausen gerðu jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar og eru því með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Næsta verkefnið hjá þeim verður í þýsku bikarkeppninni þegar Borussia Mönchengla­dbach kemur í heimsókn eftir viku.

Í pólsku B-deildinni sat Árni Vilhjálmsson allan tímann á varamannabekknum hjá Termalica Nieciecza sem vann 1-0 útisigur á Chrobry Glogow í 2. umferð deildarinnar. Termalica Nieciecza er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun