Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúrik setur nýtt íslenskt gin á markað

Rúrik Gísla­son hefur sett á markað nýtt gin, sem ber nafnið Gla­cier Gin.

Mynd/Instagram

Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen og íslenska landsliðsins, hefur sett á markað nýtt íslenskt gin. Um er að ræða gin sem ber nafnið Gla­cier Gin. Ferlið í þróun drykkjarins tók rúmt ár þar sem dágóðan tíma tók að finna rétta bragðið. Meginmarkmiðið með drykknum er að minnka þynnku hjá fólki.

Í drykknum er íslenskt vatn og að auki er hann markaðssettur út frá Íslandi en náttúran og jöklarnir gegna þar stóru hlutverki, eins og nafn drykkjarins vísar til. Rúrik mætti í gær í viðtal í Brennslunni á FM957 og talaði um nýja ginið sitt.

Sjá einnig: Tekjurnar hjá Rúrik eru orðnar hærri í fyrirsætustörfunum en í fótboltanum

„Ginið er komið í fríhöfnina og þetta selst þar eins og heitar lummur. Útlendingurinn og Íslendingurinn virðast vera að taka gríðarlega vel í þetta. Í drykknum er íslenskt vatn, flaskan er ótrúlega flott og það eru mikil gæði í þessu,“ sagði Rúrik.

„Fólk frá Íslandi er farið drekka dálítið öðruvísi en áður fyrr. Við viljum hafa bragðið gott og við erum mögulega farin að drekka minna í einu. Ég get lofað ykkur því að Glacier Gin er geggjað.“

Rúrik telur íslenska vatnið vera mjög mikilvægt fyrir drykkinn.

„Íslenska vatnið er mjög gott til að hafa í drykkjum. Ég held að íslenska vatnið sé sérstæðan við þetta gin.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir