Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik og Victor í tapliðum

Rúrik og Guðlaugur Victor voru báðir í tapliðum í þýsku B-deildinni í dag. 

ÍV/Getty

Landsliðsmenn­irn­ir Rúrik Gíslason og Guðlaugur Victor Pálsson voru báðir í tapliðum í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik og samherjar hans í Sandhausen töpuðu fyrir Arminia Bielefed, 0-3, á heimavelli í dag. Rúrik lék fyrstu 83. mínúturnar í leiknum.

Aðeins ein umferð er eftir í þýsku B-deildinni og þar verður Sandhausen að hafa betur gegn Jahn Regensburg til að sleppa við umspil um fall.

Guðlaugur Victor Pálsson var að venju á miðjunni hjá Darmstadt og spilaði allan leikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Ingolstadt á útivelli í dag.

Darmstadt, lið Guðlaugs Victors, er um miðja deild í 11. sæti með 43 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun