Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik og félagar ekki lengur í neðsta sæti

Rúrik Gíslason og félagar hans í Sandhausen unnu mikilvægan sigur í dag.

Rúrik Gíslason og félagar hans í Sandhausen unnu mikilvægan 0-1 útisigur í dag þegar liðið mætti Magdeburg í fallbaráttuslag í þýsku B-deildinni.

Rúrik spilaði fyrstu 70. mínúturnar í leiknum áður en honum var skipt af velli. Þetta var hans fjórði byrjunarliðsleikur í röð með Sandhausen.

Með sigrinum í dag fer liðið upp úr neðsta sæti deildarinnar og upp í það næst neðsta, með alls 20 stig.

Neðsta liðið í deildinni mun í vor falla beint niður um deild en næstu tvö lið fyrir ofan fara í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið fellur ásamt því neðsta.

Aðeins tveimur stigum munar á Sandhausen og liðinu sem Rúrik var að mæta í dag, Magdeburg, sem er þó enn í öruggu sæti, í því fimmtánda, með 22 stig.

Rúrik hefur leikið 19 leiki fyrir Sandhausen á leiktíðinni og hefur í þeim leikjum lagt upp alls sex mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun