Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Rúrik með þrennu fyr­ir Sandhausen

Rúrik skoraði þrennu fyr­ir Sandhausen í dag.

Mynd/[email protected]_Sandhausen

Rúrik Gíslason, leikmaður Sandhausen, gerði heldur betur vart við sig í dag þegar hann skoraði þrennu fyrir þýska liðið Sandhausen, sem vann SGS Großaspach, 4-3, í æfingaleik.

Rúrik skoraði fyrstu þrjú mörk sinna manna og komu þau öll í fyrri hálfleiknum. Eitt markið hjá honum var einstaklega glæsilegt þar sem hann skoraði örugglega í hægra hornið með skoti fyrir utan vítateig, en hin tvö mörkin komu af stuttu færi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Rúrik er á skotskónum í sumar.

Þetta var síðasti æfingaleikur Sandhausen á undirbúningstímabilinu áður en þýska B-deildin hefst. Sandhausen mun eftir tvær vikur fara í heimsókn til Holstein Kiel í 1. umferð deildarinnar.

Rúrik er að hefja sitt annað heila tímabil með Sandhausen í þýsku B-deildinni en hann gekk í raðir félagsins í janúar á síðasta ári. Hann hefur leikið 42 leiki fyrir félagið og í þeim skorað 3 mörk og lagt upp önnur 9.

Þrennu Rúriks í dag má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið