Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik með stoðsendingu í svekkjandi jafntefli

Rúrik Gíslason lagði upp sitt áttunda mark á leiktíðinni í dag er Sandhausen gerði 1-1 jafntefli.

ÍV/Getty

Rúrik Gíslason lék vel með liðu sínu Sandhausen sem gerði 1-1 jafntefli við Paderborn í þýsku B-deildinni í dag. Rúrik lagði upp mark Sandhausen í leiknum.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen en var tekinn af velli á 61. mínútu leiksins.

Sandhausen skoraði á 17. mínútu eftir hornspyrnu Rúriks, sem fékk stoðsendingu skráða á sig. Þetta var hans áttunda stoðsending á leiktíðinni í öllum keppnum.

Allt stefndi í mikilvægan sigur Sandhausen í fallbaráttunni í deildinni en allt kom fyrir ekki.

Karim Guede, liðsfélagi Rúriks, fékk boltann í höndina inn í eigin vítateig og dæmt var víti. Guede var áður búinn að fá gult spjald og fékk þar með að líta rautt spjald.

Phil­ipp Klement fór á vítapunktinn fyrir Paderborn og tryggði liði sínu stig í dag. Lokatölur 1-1 jafntefli.

Sandhausen-liðið situr enn í 15. sæti deildarinnar með 27 en aðeins þremur stigum meira en Magdeburg sem er í fallumspilssæti. Sex umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun