Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik lék í jafn­tefli

Rúrik spilaði í jafntefli með Sandhausen í kvöld.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem gerði 1-1 jafntefli við Hannover 96 í þýsku B-deildinni í kvöld.

Rúrik er kom­inn aftur af stað með Sandhausen eft­ir meiðsli, en hann lék fyrstu 90 mínúturnar í leiknum í kvöld.

Hannover komst yfir þegar Hendrik Weydandt skoraði mark með skalla strax á 7. mínútu leiksins og Hannover var með 1-0 forystu í hálfleik.

Í síðari hálfleik var mun meira um marktækifæri en gestirnir í Sandhausen voru mun betri þar og skoruðu verðskuldað jöfnunarmark eftir rúmlega klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Sandhausen siglir lygnan sjó í deildinni og er með 14 stig úr 12 leikjum.

Jafntefli hjá Elíasi Má

Elías Már Ómarsson spilaði þá allan leikinn fyrir lið sitt Excelsior sem gerði markalaust jafntefli við Graafschap í hollensku B-deildinni.

Elías Már og samherjar hans eru í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með 21 stig eftir 13 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun