Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik lék í góðum sigri Sandhausen

Rúrik lék allan tímann í góðum sigri Sandhausen í þýsku B-deildinni í dag.

ÍV/Getty

Rúrik Gíslason spilaði allan tímann í þýsku B-deildinni er Sandhausen vann góðan 2-3 sigur á Heidenheim í leik liðanna í dag.

Rúrik og félagar í Sandhausen lentu undir í leiknum rétt fyrir leikhléið þegar Denis Thomalla skoraði skallamark fyrir Heidenheim af stuttu færi. Heidenheim með 1-0 forystu í leikhléinu.

Á 57. mínútu leiksins var brotið á Andrew Wooten, framherja Sandhausen, inn í teig Heidenheim og vítaspyrna dæmd. Wooten fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. Aðeins þremur mínútum síðar komst Heidenheim aftur yfir og þá skoraði liðið aftur af stuttu færi með marki frá Patrick Mainka.

Sandhausen svaraði heldur betur fyrir sig nokkrum mínútum síðar. Leart Paqarda jafnaði leikinn í 2-2 fyrir Sandhausen rétt áður en Andew Wooten skoraði sitt annað mark í leiknum sem tryggði 2-3 sigur fyrir Sandhausen.

Sandhausen fjarlægist falldrauginn með sigrinum í dag. Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir er liðið með fimm stigum meira en Ingolstaft, sem er í umspilsfallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun