Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik lagði upp sig­ur­markið

Rúrik lagði í dag upp sigurmark Sandhausen í þýsku B-deildinni.

ÍV/Getty

Landsliðsmaður­inn Rúrik Gíslason lagði upp sig­ur­mark Sandhausen þegar liðið hafði betur gegn Holstein Kiel, 3-2, í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen í leiknum og lék fyrstu 72. mínúturnar.

Alls voru fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en bæði lið náðu að skora tvisvar.

Í byrjun seinni hálfleiks skoraði Aleksandr Zhirov síðasta mark leiksins eftir hornspyrnu sem Rúrik hafði tekið. Mikilvægur 3-2 sigur hjá Rúrik og félögum sem eru enn í fallbaráttu í þýsku B-deildinni. Þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir er liðið með fjórum stigum meira en Magdeburg, sem er í umspilsfallsæti.

Í dag var Rúrik að leggja upp sitt níunda mark á leiktíðinni í öllum keppnum.

Theodór Elmar á bekknum

Theodór Elmar Bjarnason kom ekki við sögu þegar lið hans Gazişehir Gaziantep gerði 2-2 jafntefli í tyrknesku B-deildinni. Gaziantep lenti 2-0 undir í leiknum en kom vel til baka og náði í janftefli.

Lið Theodórs, Gazişehir Gaziantep, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni að ári. Liðið er með 53 stig í 5. sætinu. Efstu tvö liðin í deildinni fara beint upp í tyrknesku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3.-6. sæti fara í umspil.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun