Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik lagði upp í stórsigri

Rúrik lagði upp eitt mark í stórsigri Sandhausen í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik Gíslason lék vel með liðu sínu Sandhausen sem vann 4-0 stórsigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í dag. Rúrik lagði upp annað mark Sandhausen í leiknum.

Stoðsending Rúriks kom rétt undir lok fyrri hálfleiks, á 43. mínútu. Fyrsta mark Sandhausen kom eftir rúmlega hálftíma leik.

Sandhausen var ekki lengi að gera út um leikinn í byrjun síðari hálfleiks en liðið skoraði tvö mörk á stuttu millibili, á 46. mínútu og aftur aðeins þremur mínúm síðar.

Rúrik og félagar hans í Sandhausen voru í dag að vinna sinn annan leik í röð. Um síðustu helgi komst liðið upp úr síðasta sæti deildarinnar eftir að hafa unnið 0-1 útisigur gegn Magdeburg.

Með sigrinum í dag fer Sandhausen upp úr næst neðsta sæti deildarinnar og upp í þriðja neðsta sæti deildarinnar, með alls 23 stig.

Rúrik hefur leikið 21 leik fyrir Sandhausen á leiktíðinni og í þeim leikjum hefur hann lagt upp sjö mörk.

Rúrik verður í landsliðshópi Íslands sem mætir Andorra næsta föstudag og Frakklandi aðeins þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun