Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Rúrik fékk frábærar móttökur

Rúrik og félagar hans í Sandhausen héldu sæti sínu og fengu frábærar móttökur hjá stuðningmönnum liðsins.

Mynd/heidelberg24

Rúrik Gíslason og samherjar hans í þýska liðinu Sandhausen fengu frábærar móttökur þegar þeir komu heim eftir að hafa haldið sæti sínu í þýsku B-deildinni síðasta sunnudag.

Sandhausen gerði 2-2 jafntefli við Jahn Regensburg í lokaumferð þýsku B-deildarinnar og slapp við fallumspil. Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen í leiknum og var tekinn af vell í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Sandhausen hefði getað endað í fallumspilssæti með óhagstæðum úrslitum í lokaumferðinni en Ingolstaft, sem endar í því sæti, tapaði fyrir Heidenheim, 4-2, og þarf að fara í umspil um sæti í þýsku B-deildinni.

Rúrik lék vel með Sandhausen á leiktíðinni en hann lagði upp alls níu mörk í 26 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið