Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúrik ekki með um helgina

Rúrik Gíslason er að glíma við smávægileg meiðsli.

ÍV/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason getur ekki spilað með liði sínu Sandhausen sem mætir Dynamo Dresden í þýsku B-deildinni um helgina.

Rúrik er að glíma við smávægileg kálfameiðsli sem heldur honum frá keppni í nokkra daga. Uwe Koschineat, þjálfari Sandhausen, staðfesti þetta á fréttamannafundi í gær.

„Rúrik er meiddur á kálfa sem þýðir að hann verður ekki leikfær um helgina gegn Dynamo Dresden. Við vonum að hann verði klár gegn Duisburg eftir viku,“ sagði Koschineat á fréttamannafundi í gær.

Leikurinn hjá Sandhausen um helgina er mikilvægur því liðið er nálægt fallsvæðinu í þýsku B-deildinni. Liðið situr í 15. sæti deildarinnar með 27 stig eða jafnmörg stig og Magdeburg, sem er í umspilsfallsæti.

Eftir eina viku mun Sandhausen mæta Duisburg í sannkölluðum fallslag. Duisburg er í næstneðsta sæti deildarinnar með fjórum stigum minna en Sandhausen.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir