Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúrik áber­andi á glamúrkvöldi í Köln

Rúrik var í gærkvöld á meðal boðsgesta á glamúrkvöldi hjá þýska súkkulaðiframleiðandanum Lambertz.

ÍV/Getty

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var á meðal boðsgesta á glamúrkvöldi hjá þýska súkkulaðiframleiðandanum Lambertz sem sló í gærkvöld upp flottri veislu í þýsku borginni Köln.

Mikið var um dýrðir á kvöldinu en þetta var í 22. sinn sem Hermann Bühlbecker, eigandi Lambertz, heldur veislu sem hann kýs að kalla Wild Chocolate Party. Um 800 manns létu sjá sig, þar á meðal þekkt fólk í kvikmynda-og tískuheiminum, viðskipta­geir­an­um og íþróttafólk.

Rúrik, sem var nokkuð áberandi á kvöldinu, mætti ásamt unnustu sinni, Nathalia Solani. Einn einstaklingur stal hins vegar athyglinni á kvöldinu og það var Jeremy Meeks, sem varð fræg­ur árið 2014 eft­ir að fanga­mynd birtist af honum á net­inu. Meeks hefur síðustu ár verið fyrirsæta, eins og Rúrik.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir