Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúrik á skot­skón­um fyr­ir Sandhausen

Rúrik var á skotskónum fyrir Sandhausen sem sigraði franska liðið Nancy á æfingamóti í dag.

Mynd/Heidelberg24

Rúrik Gíslason var á skotskónum fyrir lið sitt Sandhausen frá Þýskalandi sem vann 1-0 sigur á franska B-deildarliðinu Nancy á æfingamóti í dag.

Sandhausen lék í dag tvo æfingaleiki á æfingamótinu Kaiserstuhl í Bahlingen í Þýskalandi. Fyrri leikur Sandhausen var gegn þýska 4. deildarliðinu Bahlinger og sá leikur endaði með 2-2 jafntefli. Rúrik spilaði ekki við Bahlinger en var í byrjunarliðinu í seinni leiknum gegn Nancy og skoraði þar eina mark leiksins rétt fyrir leikhléið.

Rúrik er að hefja sitt annað heila tímabil með Sandhausen í þýsku B-deildinni en hann gekk í raðir félagsins í janúar á síðasta ári. Hann hefur leikið 42 leiki fyrir félagið og í þeim skorað 3 mörk og lagt upp önnur 9.

Þýska B-deildin hefst á ný í lok þessa mánaðar og í fyrstu umferðinni mun Sandhausen fara í heimsókn til Holstein Kiel.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun